Close

Not a member yet? Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Forgot your password?

Hópþjálfun & einkaþjálfun

Hvort sem þú ert að stíga þín fyrstu skref í líkamsræktinni eða hefur áhuga á að ganga skrefinu lengra til að komast í gott líkamlegt form, þá er hóp- eða einkaþjálfun kjörin leið til þess.

Í hópþjálfun eru tveir til sex einstaklingar saman, oftar en ekki fólk sem ekki þekkist. Gott er að mæta 10-15 mínútum fyrir tímann og hita upp. Í tímanum er vel tekið á og æfingar fjölbreyttar. Vöðvahópunum er skipt niður eftir dögum því hvíld vöðva á milli æfinga er mikilvæg rétt eins og æfingarnar sjálfar.

Í lokin teygjum við á.

Í einkaþjálfun er þjálfunin mjög markviss. Þjálfari fylgist grannt með hvort æfingar eru rétt gerðar og passar vel upp á að þyngdir og endurtekningar séu í samræmi við markmið. Æfingar eru fjölbreyttar og vöðvahópum skipt niður eftir dögum til að nægileg hvíld náist.

Teygjur í lokin.